PC/Mac forrit í boði

Vertu fyrstur til að prófa forritið okkar fyrir Mac eða PC með streymis- og vafraprófum innifalinn.

Prófaðu núna

Hvað er hraðaprófun nPerf? Hvernig virkar hún?

Bitahraði á niðurhali
Vísar til þess hversu mikið gagnamagn er hægt að móttaka á hverri sekúndufrá miðlara nPerf. Hæsta gildið vísar til mesta bitahraða sambandsins.

Bitahraði á upphali
Vísar til þess hversu mikið gagnamagn er hægt að senda á hverri sekúndu frá miðlara nPerf. Hæsta gildið vísar til mesta bitahraða sambandsins.

Töf (ping)
vísar til tafar á ferðalagi lítils gagnapakka frá tölvunni þinni að miðlara á vegun nPerf. Eftir því sem töfin er minni því viðbragðsbetri er tengingin þín.

nPerf getur mælt frammistöðu Internettengingarinnar mjög nákvæmlega.

Hraðaprófunin reiðir sig á sérstakt algrím sem leyfir nákvæma mælingu á bitahraða, fram og til baka og hver er tímatöf tengingarinnar.

nPerf notar nettengda, einkarekna miðlara um allan heim sem eru bestaðir til að skila svo miklum bitahraða að það metti alveg tenginguna þína og þannig fæst nákvæm bitahraðamæling.

nPerf er samhæft við allar breiðbands- og farsímatengingar: ADSL, VDSL, breiðband, ljósleiðara, gervinhött, wifi, WiMAX, farsíma af 2G / 3G / 4G (LTE) og 5G.

nPerf hraðaprófunin var hönnuð af áhugafólki um gagnafjarskipti svo þú gætir nákvæmlega mælt Internettenginguna þína með einum músarsmelli. Já, vel á minnst, þessi hraðaprófun er laus við auglýsingar. Njóttu ... og ef þér líkar þetta skaltu segja öðrum frá því.